Fjarvinna: Ávinningur eða ánauð?
Þetta er 15 eininga verkefni til meistaraprófs í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Bestu þakkir fá þau fyrirtæki sem tóku þátt í rannsókninni: Anza, Hugvit, Skýrr, Þekking, TM Software og síðast en ekki síst Íslensk erfðagreining sem fær einnig bestu þakkir fyrir stuðninginn. Sérstakar þakkir fá viðmælendur mínir fyrir að leyfa mér að skyggnast inn í reynsluheim þeirra og að gefa sér tíma til að taka þátt í þessari rannsókn. Þau Haukur Freyr Gylfason, Stefán Baldur Árnason og Valdís Björk Þorsteinsdóttir fá mínar bestu þakkir fyrir yfirlestur, góð ráð og gagnlega rýni af ýmsum toga. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson fær einnig þakkir fyrir góða leiðsögn.

Samantekt (English)
Í þessari ritgerð er fjallað um fjarvinnu út frá sjónarhorni fyrirtækja og stjórnenda, hvort hún skili mælanlegum ávinningi og hvernig hann er mældur. Einnig er fjallað um með hvaða hætti auka megi ávinning, til dæmis hvaða störf henti fjarvinnu og hvað einkenni starfsmenn sem geta unnið fjarri yfirmönnum sínum.

Rætt var við sjö stjórnendur og tvo starfsmenn sem höfðu reynslu af fjarvinnu.

Ástæður fyrirtækja fyrir fjarvinnu voru oftast að halda í hæft og reynslu mikið starfsfólk en einnig að bregðast við ytri þáttum eins og staðsetningu viðskiptavina eða samstarfsaðila.

Allir viðmælendur voru á þeirri skoðun að það væri ávinningur af fjarvinnunni annað hvort á fyrrgreindum mælikvörðum eða afleiddur ávinningur eins og vinnulag sem skilar sér í betri vöru eða í undirbúningi fyrir útrás á erlendri grundu.

Misjafnt var hvaða störf viðmælendur töldu henta til fjarvinnu, sérstaklega voru skiptar skoðanir um stjórnunarstörf. Almennt var þó talið að starfsmenn sem sinntu þessum störfum þyrftu að vera sjálfstæðir, virkir í samskiptum og áhugasamir um starf sitt.

Vefslóðir


Tryggvi R. Jónsson, trigger@pjus.is
Síðustu breytingar: 21. sept 2006
Aldur og ...
Tenglasafnið
Myndasafn
Um þessa síðu
Kidlink
Sarpurinn
Sálfræði
Snillingar
Vefdagbók
Þeir sem hafa áhuga á að nálgast verkefnið í heild sinni geta haft samband við höfund í tölvupósti: trigger@pjus.is.