Select Page

Fjölþætt þjónusta sem miðar að því að bæta verkferla, auka afköst og ánægju starfsmanna, gera innkaup á upplýsingatækni markvissari og hagkvæmari.

Tæknistjóri til leigu

Þegar þörf ér á yfirsýn yfir upplýsingatækni bæði innan skipulagsheildar og útvistaðri þjónustu. Hluti af þjónustunni er langtímaáætlun í notkun, fjárfestingum og högun upplýsingakerfa.

Tækniþróun

Styttri verkefni þar sem ákveðin stöðugreining hefur farið fram og skilgreint er í upphafi hvaða markmiðum á að ná

w

Tæknistjóraþjálfun

Þegar til staðar er aðili innan skipulagsheildarinnar sem ber ábyrgð á upplýsingatækni en vantar reynslu eða kunnáttu á afmörkuðum sviðum, eða aðila til að þróa hugmyndir með og halda framþróun gangandi.

Fjarvinna

Nauðsynlegt er að aðlaga vinnulag, fundamenningu, önnur samskipti, upplýsingamiðlun og geymslu til að tryggja að starfsfólk hafi jafnan aðgang og möguleika til að nýtast að fullu í vinnu.
~

Upplýsingaöryggi

Áhættumat, innri úttektir og fleira eru viðfangsefni sem getur verið gott að fá ytri aðkomu að. Nýtt sjónarhorn getur líka komið með óvænt tækifæri til umbóta.

Persónuvernd

Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru nátengd viðfangsefni og byggja bæði á sameiginlegri aðferðafræði í meðhöndlun á áhættum og skipulagslegum og tæknilegum úrræðum til að bæta öryggi og verja rétt hins skráð.

Bókaðu tíma

Þú getur bókað tíma á netinu, annaðhvort 30 mínútna símtal eða 4 stunda vinnustofu.

Smelltu hér til að bóka tíma.