
Tryggvi R. Jónsson, framkvæmdastjóri
trigger ráðgjöf ehf var stofnað í árslok 2019 af Tryggva R. Jónssyni. Tilgangur félagsins er að veita fyrirtækjum og stofnunum heiðarlega, óháða og faglega ráðgjöf á sviði upplýsingatækni með áherslu á að byggja upp betri kaup á vörum og þjónustu á því sviði.
Tryggvi hefur starfað við upplýsingatækni, netþjónustu, öryggismál og upplýsingaöryggi síðan 1993. Hann er með MA gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, diplómu í kennslufræðum frá HA og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið við mannauðsmál og leggur sérstaka áherslu á það hvernig fólk og tækni talar sem best saman, fjarvinnu og störf án staðsetningar sem getur verið áskorun en ávinningurinn getur verið margþættur.
Starfsreynsla
- Gæða- og öryggisstjóri / Persónuverndarfulltrúi Þjóðskrár Íslands 2019-2020
- Tæknistjóri Þekkingar 2015-2018
- Deildarstjóri Advania á Akureyri 2012-2015
- Liðsstjóri Áhættuþjónustu Deloitte 2007-2012
- Upplýsingaöryggisstjóri deCODE 2002 – 2007
- Notendaþjónusta og kerfisrekstur frá 1993 – 2002
Bókaðu tíma
Þú getur bókað tíma á netinu, annaðhvort 30 mínútna símtal eða 4 stunda vinnustofu.